Þarftu aðstoð?
Ertu með spurningu, við getum aðstoðað
Algengar spurningar
-
Gestir geta verið í Bláa Lóninu eins lengi og opnunartími segir um. Opnunartími er breytilegur og hægt er að finna frekar upplýsingar um hann Hér
Það er hægt að bæta við rútu fram og til baka á heimasíðunni okkar. Þú einfaldlega smellir á hlekkinn og bætir við rútunni - My Blue Lagoon - Manage your booking
Upplýsingar um áætlun og verð má finna Hér
Aldurstakmark í Bláa Lónið er tveggja ára. Öll börn 2-8 ára eiga að vera með armkúta í lóninu, sem hægt er að fá lánaða á staðnum.
Enginn aðgangseyrir er fyrir börn 13 ára og yngri í Bláa lónið í fylgd með forráðamönnum.
Forráðamenn þurfa að vera 16 ára eða eldri og mega að hámarki tveir gestir 2-13 ára vera með hverjum forráðamanni. Dýpi lónsins er 90-140 cm og því full ástæða til að hvetja foreldra og forráðafólk að gæta fyllstu varúðar með ung börn.
Vatnið í Bláa Lóninu eyðileggur ekki sundföt. Við mælum með að þvo sundfötin með vatni og sápu eftir lónið. Algengt er að sundfötin virki þurr eftir lónið, en það lagast við fyrsta þvott. Það er bæði hægt að leigja og kaupa sundföt hjá okkur.