Aldurstakmark í Bláa Lónið er tveggja ára. Öll börn 2-8 ára eiga að vera með armkúta í lóninu, sem hægt er að fá lánaða á staðnum. Enginn aðgangseyrir er fyrir börn 13 ára og yngri í Bláa lónið í fylgd með forráðamönnum.
Forráðamenn þurfa að vera 16 ára eða eldri og mega að hámarki tveir gestir 2-13 ára vera með hverjum forráðamanni. Dýpi lónsins er 90-140 cm og því full ástæða til að hvetja foreldra og forráðafólk að gæta fyllstu varúðar með ung börn.